Glænýtt Terminator plakat!

Sony hafa nýlega opinbert glænýtt „flash“ plakat fyrir Terminator Salvation. Þið getið skoðað plakatið hér. Klikkað flott!

Þetta mun vera fyrsta myndin í glænýrri Terminator-seríu sem byggir þó á helstu hugmyndum James Cameron. Myndin skartar Christian Bale í aðalhlutverki, ásamt Anton Yelchin (Charlie Bartlett), Bryce Dallas Howard og Helena Bonham Carter.
Þess má til gamans geta að Jonathan Nolan sér um handrit myndarinnar, en hann skrifaði einmitt Memento og The Dark Knight ásamt bróður sínum, Christopher.

Terminator Salvation kemur í bíó í maí á næsta ári.