Aðalleikarar
Leikstjórn
Handrit
Charlie Bartlett er gríðarlega klár unglingur sem á erfitt með að finna sér stað í lífinu nema með alls kyns uppátækjum sem eru síður en svo uppbyggileg til langs tíma litið. Ásetningur hans er þó góður. Þegar hann ákveður að gerast sjálfstætt starfandi geðlæknir innan veggja nýja skólans fara vinsældir hans vaxandi og þá fara hjólin að snúast með óvæntum afleiðingum.
Robert Downey Jr. stendur sig vel í hlutverki skólastjórans sem og hinn knái leikari Anton Yelchin sem fer með aðalhlutverkið. Myndin nær þó ekki að hitta alveg í mark enda losaraleg á köflum. Charlie Bartlett er fyndin og öðruvísi gamanmynd sem allir ættu að geta notið vel.
María Margrét Jóhannsdóttir
Kvikmyndir.com
Þó svo að Charlie Bartlett minni undirritaðan á einhverja blöndu af Rushmore og Ferris Bueller's Day Off, þá virkar hún engan veginn eins og eitthvað afrit. Hér er eiginlega bara mjög skemmtileg - þótt reyndar ófrumleg og bitlaus - unglingaræma sem að gengur upp á flestan hátt.
Myndin er fyrst og fremst keyrð af alveg ákaflega viðkunnanlegu handriti þar sem að persónusamskipti standa hvað mest upp úr. Myndin er sömuleiðis fyndin og semi-hugljúf en þrátt fyrir slíka kosti eru það leikarnir sem að gera almennilega góða mynd úr þessu hráefni. Anton Yelchin (sem hefur skotið upp kollinum frá Hearts in Atlantis til Alpha Dog) smellpassar í titilhlutverkið og tekst að gera Charlie að einstaklingi sem þér líkar vel við, þrátt fyrir bullandi athyglissýki.
Kat Dennings tekur sömuleiðis ótrúlega einhliða persónu og gerir meira við hana en maður hefði haldið að væri mögulegt. Ég hugsa að það fari þó ekki á milli mála hver vinnur sér inn titilinn senuþjófur myndarinnar, en Robert Downey Jr. er hátt í frábær í sínu hlutverki. Hann undirstrikar það hversu góður hann er í einni virkilega magnaðri senu í myndinni sem að tengist Charlie, byssu og áfengi. Þið ættuð að fatta ef þið hafið séð myndina.
Það er óneitanlega mikill John Hughes-bragur á myndinni, sem ég er ánægður með. Unglingamyndir í dag þurfa ekki endilega að bjóða upp á gredduhúmor eða kynlífssjúkar persónur til að þær höfði til markhóp síns. Charlie Bartlett er stórfín lítil afþreyingarmynd ætti að standast þær kröfur sem þú gerir til hennar. Bara ekki búast við einhverju djúpu eða byltingarkenndu.
7/10
Um myndina
Leikstjórn
Handrit
Framleiðandi
MGM
Vefsíða:
www.charliebartlett-themovie.com
Aldur USA:
R
Frumsýnd á Íslandi:
19. september 2008