Nýjasta Bond myndin, Quantum of Solace, hefur heldur betur sópað til sín fjöldanum um s.l. helgi, en skv. upplýsingum frá Senu voru 18,000 gestir á þremur dögum sem að sáu myndina.
Þetta er fjölmennasta og tekjuhæsta opnun á árinu og næststærsta opnun á Íslandi frá upphafi, og eru menn bjartsýnir að þessi toppi e.t.v. Die Another Day, sem að 65,000 íslendingar sáu á sínum tíma.
Íslendingar voru svo heppnir að fá ræmuna í bíó heilli viku á undan bandaríkjamönnum, þannig að tölur vestanhafs eru augljóslega ekki komnar í ljós, en það verður engu að síður spennandi að fylgjast með þeim.
Smelltu hér til að sjá lista yfir vinsælustu myndirnar í kvikmyndahúsum og DVD-leigum síðustu viku.

