Vincent og Jules, saman á ný

John Travolta ( Vincent Vega í Pulp Fiction ) og Samuel L. Jackson ( Jules í Pulp Fiction ) eru að fara að leika saman í kvikmyndinni Basic, sem leikstýrt verður af John McTiernan ( Die Hard ). Myndin fjallar um útsendara frá ríkisstjórninni sem sendur er á stúfana að komast að því hvað hafi orðið um týndan liðsforingja í hernum og undirmenn hans. Fyrst átti þessari mynd að vera leikstýrt af Lee Tamahori ( Along Came a Spider ) og aðalhlutverk áttu að vera í höndum þeirra Benicio Del Toro ( Traffic ) og Catherine Keener ( Being John Malkovich ) en hlutirnir hafa aldeilis breyst síðan þá, eins og títt er í henni Hollywood.