Myndband um síðustu mynd Heath Ledger

Lítið kynningarmyndband hefur verið birt fyrir síðustu myndina sem Heath Ledger mun sjást í, en myndin ber nafnið The Imaginarium of Doctor Parnassus, en Heath Ledger náði ekki að ljúka hlutverki sínu í henni áður en hann lést.

Myndbandið sýnir leikstjórann Terry Gilliam tala um myndina, en hann hefur áður gert t.d. Twelve Monkeys. Myndbandinu má lýsa sem hans leið til að leyfa okkur að fá tilfinningu fyrir því hvað við megum eiga von á.

Þar sem Ledger lést áður en hægt var að ljúka hlutverki hans þá fékk Gilliam í hans stað leikarana Johnny Depp, Jude Law og Colin Farrell, en við vitum ekki enn nákvæmlega hvernig hann ætlar að flétta þá inní myndina.

Myndbandið má sjá hér fyrir neðan