Náðu í appið
Bönnuð innan 16 áraÍ myndinni er ljótt orðbragð

Twelve Monkeys 1995

(12 Monkeys)

Fannst ekki á veitum á Íslandi

Frumsýnd: 10. maí 1996

They're Coming.

129 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 88% Critics
The Movies database einkunn 74
/100
Brad Pitt var tilnefndur til Óskarsverðlauna fyrir leik í aukahlutverki, og Julie Weiss var tilnefnd til Óskars fyrir búninga.

Óþekkt og banvæn veira er búin að drepa fimm milljarða manna árið 1996. Aðeins 1% af jarðarbúum er ennþá lifandi árið 2035, og neyðist til að búa neðanjarðar. Glæpamaður býður sig fram, hikandi þó, til að vera sendur aftur til ársins 1996 til að safna upplýsingum um uppruna faraldursins ( sem honum er sagt að hafi verið dreift af hinum dularfulla... Lesa meira

Óþekkt og banvæn veira er búin að drepa fimm milljarða manna árið 1996. Aðeins 1% af jarðarbúum er ennþá lifandi árið 2035, og neyðist til að búa neðanjarðar. Glæpamaður býður sig fram, hikandi þó, til að vera sendur aftur til ársins 1996 til að safna upplýsingum um uppruna faraldursins ( sem honum er sagt að hafi verið dreift af hinum dularfulla "tólf apa her" ) og staðsetja veiruna áður en hún stökkbreytist, svo að vísindamenn geti rannsakað hana. Til allrar óhamingju er Cole fyrir mistök sendur til ársins 1990, sex árum lengra en áætlað var, og hann er handtekinn og lokaður inni á geðveikrahæli, þar sem hann hittir Dr. Kathryn Railly, geðlækni, og Jeffrey Goines, geðsjúkan son frægs vísindamanns og veirusérfræðings. ... minna

Aðalleikarar

Vissir þú

helv... góð
Nokkuð góð sci-fi mynd þarna á ferðinni, svoldið skrýtin og ruglingsleg en samt góð skemmtun og frábær leikur.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Ég tók þessa mynd upp á bíórásinni því hún byrjaði klukkan 02:00. Síðan kíkti ég á þessa mynd því að ég hafði heyrt að hún væri mjög góð. Það munar ekki miklu að ég gef þessari mynd fullt hús, það eins sem kemur í veg fyrir það er það að myndin var bara ekki nógu og góð. Hún fjallar um mann sem heitir James Cole sem er fangi árið 2035 og hann fær það tækifæri á að fara aftur í tímann til ársins 1996 þegar vírusinn byrjaði að drepa alla. Árið 1996-1997 þá var svokallaður Her Hinna Tólf Apa sem dreyfði vírus út um allan heim, og núna eru dýrin sem lifa á jörðinni og aðeins 1% mannkynsins er eftir og býr neðanjarðar. Þannig að James Cole fær það tækifæri til þess að fara til ársins 1996 og stöðva það að þessi vírus dreyfist út um allan heim. En hann er sendur óvart of langt aftur í tíman og fer til ársins 1990 og er sendur á geðveikrahæli því að allir héltu að hann væri geðveikur því að hann sagði að það yrði heimsendir árið 1996. Þarna á geðveikra hælinu kynnist hann Jeffrey Goines sem er svoldið klikkaður í hausnum. Aðalhlutverk eru: Bruce Willis(Pulp Fiction), Brad Pitt(Fight Club), Madeleine Stowe(We Were Soldiers) og David Morse(The Long Kiss Goodnight), ég gef þessari mynd þrjár og hálfa stjörnu.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Twelve Monkeys kom mér skemmtilega á óvart þegar ég sá hana fyrir stuttu. Handritið er alveg frábært, vandað og úthugsað frá upphafi. Bruce Willis stendur sig mjög vel en hann leikur hér mann sem sendur var aftur í tímann til að safna upplýsingum um vírus sem átti eftir að útrýma mannkyninu. Brad Pitt leikur snarruglaðan geðsjúkling og er alveg frábær í hlutverkinu. Myndin er alveg 2 tímar en söguþráðurinn heldur manni vel við efnið. Mynd sem ég mæli með að allir kvikmyndaáhuga menn sjái.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

12 monkeys er frábær mynd um hvernig vírus nær að dreifa sér og drepa yfir 5 billjón manna árið 1996. Spennan er alltaf í hámarki og pælingar miklar sem gera þessa mynd að algjöru meistarastykki.


James Cole (Bruce Willis) er maður úr framtíðinni sem á víst að ferðast aftur í tímann til að koma í veg fyrir að þessi vírus nái að breiða úr sér. Ekki gengur honum sem skildi til að byrja með en fór hann á geðveikraheimili. Það var ekki fyrr en að hann rændi Dr. Kathryn Railly (Madeleine Stowe) og sannfærði hana um að þessi vírus væri að koma á jörðina og viti menn fyrr en varir var hún byrjuð að trúa honum, byrjaði hún þá að hjálpa honum að heifta útbreiðslu þessarar vírusar. Allt sem kom fyrir James Cole var hann þegar búinn að upplifa í draumi eða fyrir löngu síðan þar sem að hann var jú búinn að ferðast með tímavél fram og aftur í tímann. Geðsjúklingurinn Jeffrey Goines (Brad Pitt) stofnaði her apanna 12, en hélt James Cole að hann þyrfti að stoppa þá til að verjast vírusnum en svo var nú aldeilis ekki því að þeir voru bara með eitt markmið í huga og það var að frelsa öll dýr.


Brad Pitt stóð sig frábærlega en var þetta sú mynd sem koma honum á stjörnuhiminimm. Aldrei hefur mér líkað Bruce Willis en fannst mér hann standa sig ágætlega en passaði hann mjög vel í hlutverk sitt. Ég ætla ekkert að vera að segja mikið um Madeleine Stowe en var hún í rosa auðveldu hlutverki annað en Brad Pitt og Bruce Willis. Myndin var frábær og ég skemmti mér vel yfir henni allan tímann.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Árið er 2035 og hefur skæður veirufaraldur útrýmt stórum hluta mannkyns. Þeir fáu sem eftir eru búa nú neðanjarðar. Náungi einn að nafni Cole(Bruce Willis)er sendur aftur í tímann til ársins 1996 er faraldurinn byrjaði til að safna saman ýmsum upplýsingum fyrir fólk framtíðarinnar. Hér er á ferðinni afar vandað verk, Willis er í einu af sínum betri hlutverkum og Brad Pitt á hér einkar skemmtilegt "apperance" sem geðsjúklingur. Einnig er Madeleine Stowe fín. Plottið er flott og skilur eftir margar spurningar ósvaraðar. Topp mynd og skylduáhorf fyrir alla science fiction fíkla.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Svipaðar myndir


Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn