Trailerar fyrir Transporter 3 og Fast and Furious

 Það eru komnir trailerar fyrir næstu heilalausu testosterónsprengjur ársins, en tökum er lokið bæði á Transporter 3 og Fast & Furious, og er búist við að Fast & Furious verði ein af sumarmyndum næsta árs, á meðan Transporter 3 kemur vonandi til Íslands í lok nóvember.

Fast & Furious er fjórða myndin í röðinni, en fyrstu þrjár eiga sér dyggan hóp aðdáenda. Transporter 3 á að fullkomna þríleikinn með Jason Statham í fararbroddi.

Trailerarnir eru á leiðinni inná Kvikmyndir.is, en endilega horfið á þá fyrst um sinn hér fyrir neðan.

Transporter 3

Fast & Furious in HD