Aðalleikarar
Leikstjórn
Handrit
Þolanleg Audi auglýsing
Aðdáendur fyrri Transporter-myndanna munu klárlega líta á þetta þriðja eintak sem guðsgjöf frá mainstream-færibandinu. Ég á samt bágt með að trúa að slíkt fólk skula vera yfir tvítugt.
Forverarnir voru ekki upp á marga fiska að mínu mati. Ágætis afþreyingar í besta falli; Nautheimskar, langsóttar en þó mátulega hraðskreiðar hasarmyndir sem þjónuðu tilgangi sínum að mörgu leyti, en skildu ekkert meira eftir sig en sístu Bond-myndirnar.
Transporter 3 er meira af því sama. Öllu heldur er þetta bara endurgerð á fyrstu myndinni nema með aðeins teygðari atburðarás (tæplega 100 mín. í stað rúmlega 80) og meira pirrandi leikkonu (það hægt?) í aðalhlutverkinu. Þessi mynd væri eiginlega djöfulli leiðinleg ef að hasarinn væri ekki svona brjálæðislega yfirdrifinn. Það kemur samt á óvart að þessi skuli ekki vera eins absúrd og hinar myndirnar (sérstaklega nr. 2 - man einhver eftir hvernig Jason Statham fór að því að losa sig við sprengjuna undir bílnum?). Engu að síður er hasarinn ákaflega nettur og vel tekinn upp. Margar virkilega flottar kameruhreyfingar og passleg tónlist í takt. Klippingin er einstaka sinnum fullhröð, en a.m.k. sér maður hvað er á seiði og það er meira en hægt er að segja um margar aðrar hasarmyndir.
Statham er skemmtilegur að venju. Það er bara verst að hann skuli deila nánast öllum senum með hinni rauðhærðu Natalyu Rudakova (hvílíkar freknur! - Afsakið mig). Þessi manneskja er alveg skuggalega pirrandi og skelfilegt val á leikkonu í svona stórt hlutverk. Illmennið, leikið af Robert Knepper, er einnig ógurlega glatað, sem þýðir að skúrkurinn í núna hverri einustu Transporter-mynd hefur verið ömurlegur. Statham á betri óvini skilið heldur en slíkar pappafígúrur. Ekki að hans persóna fái einhverja dýpt heldur.
Það er ekki hægt að bæta neinu við rýnina. Þetta beinist allt að einni niðurstöðu: Ef að þú varst síður en svo hrifinn af hinum myndunum, þá er engin ástæða til að eyða 100 mínútum í þetta miðjumoð. Statham er traustur, en ef þetta snýst um hann (og six-pakkið hans - Nei, í alvöru... Hvenær fer hann EKKI úr að ofan í bíómynd?) þá mæli ég frekar með The Bank Job eða jafnvel Death Race.
Takið samt eftir að söguþráður myndarinnar gengur út á töffara sem neyðist til að halda sér innan við cirka 25 metra fjarlægð frá bílnum sínum, annars deyr hann. Einnig vill svo til að þessi tiltekna Audi-bifreið getur framkvæmt hina ómögulegustu hluti án þess að ein einasta rispa sjáist. Ég skynja mjög dýra (og sennilega 100 mínútna langa) auglýsingu.
5/10
Aðdáendur fyrri Transporter-myndanna munu klárlega líta á þetta þriðja eintak sem guðsgjöf frá mainstream-færibandinu. Ég á samt bágt með að trúa að slíkt fólk skula vera yfir tvítugt.
Forverarnir voru ekki upp á marga fiska að mínu mati. Ágætis afþreyingar í besta falli; Nautheimskar, langsóttar en þó mátulega hraðskreiðar hasarmyndir sem þjónuðu tilgangi sínum að mörgu leyti, en skildu ekkert meira eftir sig en sístu Bond-myndirnar.
Transporter 3 er meira af því sama. Öllu heldur er þetta bara endurgerð á fyrstu myndinni nema með aðeins teygðari atburðarás (tæplega 100 mín. í stað rúmlega 80) og meira pirrandi leikkonu (það hægt?) í aðalhlutverkinu. Þessi mynd væri eiginlega djöfulli leiðinleg ef að hasarinn væri ekki svona brjálæðislega yfirdrifinn. Það kemur samt á óvart að þessi skuli ekki vera eins absúrd og hinar myndirnar (sérstaklega nr. 2 - man einhver eftir hvernig Jason Statham fór að því að losa sig við sprengjuna undir bílnum?). Engu að síður er hasarinn ákaflega nettur og vel tekinn upp. Margar virkilega flottar kameruhreyfingar og passleg tónlist í takt. Klippingin er einstaka sinnum fullhröð, en a.m.k. sér maður hvað er á seiði og það er meira en hægt er að segja um margar aðrar hasarmyndir.
Statham er skemmtilegur að venju. Það er bara verst að hann skuli deila nánast öllum senum með hinni rauðhærðu Natalyu Rudakova (hvílíkar freknur! - Afsakið mig). Þessi manneskja er alveg skuggalega pirrandi og skelfilegt val á leikkonu í svona stórt hlutverk. Illmennið, leikið af Robert Knepper, er einnig ógurlega glatað, sem þýðir að skúrkurinn í núna hverri einustu Transporter-mynd hefur verið ömurlegur. Statham á betri óvini skilið heldur en slíkar pappafígúrur. Ekki að hans persóna fái einhverja dýpt heldur.
Það er ekki hægt að bæta neinu við rýnina. Þetta beinist allt að einni niðurstöðu: Ef að þú varst síður en svo hrifinn af hinum myndunum, þá er engin ástæða til að eyða 100 mínútum í þetta miðjumoð. Statham er traustur, en ef þetta snýst um hann (og six-pakkið hans - Nei, í alvöru... Hvenær fer hann EKKI úr að ofan í bíómynd?) þá mæli ég frekar með The Bank Job eða jafnvel Death Race.
Takið samt eftir að söguþráður myndarinnar gengur út á töffara sem neyðist til að halda sér innan við cirka 25 metra fjarlægð frá bílnum sínum, annars deyr hann. Einnig vill svo til að þessi tiltekna Audi-bifreið getur framkvæmt hina ómögulegustu hluti án þess að ein einasta rispa sjáist. Ég skynja mjög dýra (og sennilega 100 mínútna langa) auglýsingu.
5/10
Tjaaaaa
Ég er ekki harður Statham aðdáandi en það er alltaf gaman að sjá kallinn keyra bíl.Ég fór ekki á hana í bíó og glaður að ég gerði það ekki.Ég ætla ekki að fara í smáatriðin en myndin fannst mér bara voða tilgangslítil og að henda inní hana svona lélegum ástarsenum bætir hana ekki neitt.leigumynd punktur. 5 af 10.
Ég er ekki harður Statham aðdáandi en það er alltaf gaman að sjá kallinn keyra bíl.Ég fór ekki á hana í bíó og glaður að ég gerði það ekki.Ég ætla ekki að fara í smáatriðin en myndin fannst mér bara voða tilgangslítil og að henda inní hana svona lélegum ástarsenum bætir hana ekki neitt.leigumynd punktur. 5 af 10.
góð skemmtun
mjög góð mynd mér fannst hún betri en önnur myndin en ekki fyrsta myndin en ég mæli hiklaust með henni ef þið fílið jason statham
mjög góð mynd mér fannst hún betri en önnur myndin en ekki fyrsta myndin en ég mæli hiklaust með henni ef þið fílið jason statham
Um myndina
Leikstjórn
Handrit
Vefsíða:
Aldur USA:
PG-13
Frumsýnd á Íslandi:
1. janúar 2009