Hollywood tekst að framleiða ótrúlegt magn af ruslmyndum á
hverju ári, sumar jafnvel svo slæmar að þeim gengur ekki aðeins illa að moka
inn peningunum heldur tekst þeim að setja stúdíóin á hausinn. Til er fjöldi
mynda sem hefur tekist einmitt þetta, og við ætlum að telja upp sex af þeim
verstu.
6.Million Dollar Mystery (1987)
Million Dollar Mystery fjallaði um fyrrverandi starfsmann Hvíta Hússins sem
gengur inná veitingastað og segir öllum þar inni frá vísbendingum um hvar sé
hægt að finna 4 milljónir dollara, þar sem hver milljón er falinn á sérstökum
stað. Þá fer af stað kómísk leit þar sem þátttakendum tekst að finna 3
milljónir og myndin endar, en hvar ætli sú fjórða sé ? Eftir að kreditlistinn
er búinn að rúlla þá kemur einn af leikurum myndarinnar fram og segir
áhorfendum hvar hægt sé að finna fjórðu milljónina! Sniðugt ? Ekki beint.
Myndin græddi ekki einu sinni peninginn sem stúdíóið, sem bar nafnið De
Laurentiis Entertainment Group, hafði lofað áhorfendum og því fóru þeir beint á
hausinn. Það að handritshöfundar myndarinnar hafi skrifað handritið að Revenge
of the Nerds hjálpaði greinilega ekki (gekk Rat Race
ekki út á svipaða hluti??!)
Fólk heyrir nafnið Francis Ford Coppola og hugsar strax um snillinginn sem leikstýrði The Godfather
myndunum, en man sem betur fer ekki eftir þessari mynd. Þetta er söngleikur sem
átti að gerast í Las Vegas, en í staðinn fyrir að taka upp myndina þar heimtaði
Coppola að byggja tökusett sem líktist Vegas og kostaði morðfjár að búa til.
Ofaná gríðarlegan kostnað bættust við ótrúlega slæmir dómar og áhorfendur
flykktust ekki beint í kvikmyndahúsin. Stúdíóið hans, Zoetrope Studio, fór á
hausinn og þar sem Columbia Pictures hjálpuðu til með gerð og dreifingu þá urðu
þeir fyrir þungu höggi, sem gerði það að verkum að Coca-Cola keypti þá sama ár.
4. Final Fantasy: The Spirits Within
Allir kannast við tölvuleikinn Final Fantasy sem er enn
ótrúlega vinsæll úti um allan heim, og er á mörgum topplistum tölvuleikjanörda
sem besta leikjaröð allra tíma. Hironobu Sakaguchi gerði þau mistök að halda að
hægt væri að koma þessum vinsælum yfir á hvíta tjaldið. Myndin var ótrúlegt
tækniundur, langt á undan sinni samtíð en hún tapaði þrátt fyrir það heilum 94
milljónum dollara í kvikmyndahúsum, sem er hreint út sagt ótrúleg upphæð.
Square Pictures framleiddi myndina og fóru á hausinn nánast strax og myndin kom
út, þar sem gróðvænlegur samruni við Enix varð frestað vegna hroðalegs gengis
myndarinnar. Án efa fyrsta og eina almennilega Final Fantasy myndin sem mun koma í bíó.
á þessum lista, en næst er það teiknimyndin Titan A.E. Myndin átti að vera
fyrsta teiknimyndin til að höfða til eldri aldurshópa, og átti að brjóta sig
frá ungu kynslóðinni, og markaðssetningin var því eftir því. Þetta ,,herbragð”
gekk hins vegar ekki upp, þrátt fyrir að myndin hafi verið PG-13. Myndin þótti
ruglingsleg og fyrsta sýningarhelgin var svo hroðalega léleg að Fox Animated
Studios, sem gerðu myndina, lokaði strax. Þessi mynd reyndi það sem WALL·E
tókst nú í ár.
Það hlakkar eflaust í mörgum núna, þar sem Battlefield: Earth
er án efa á ófáum haturslistum, en þessi mynd er svo ótrúlega mikil sóun á tíma
og peningum að það er ekki fyndið. Hún fær mann virkilega til að fara aftur í
tímann og segja Quentin Tarantino að ráða John Travolta EKKI í Pulp Fiction,
myndina sem endurvakti feril leikarans eftir að hann sló fyrst gegn í Grease.
Það þarf lítið að segja um þessa mynd fyrir utan að hún er rusl, en myndin er
gerð eftir bók sama höfunds og fann uppá Vísindakirkjunni (e.scientology).
Hræðilegt gengi myndarinnar í kvikmyndahúsum fékk hóp fjárfestara til að kíkja
á bækurnar til að sjá hvar þeir höfðu tapað peningunum og þá kom í ljós að
Franchise Pictures, framleiðendur myndarinnar, höfðu verið að sulla
allsvakalega í bókhaldinu. Skandallinn komst upp og fyrirtækið varð gjaldþrota.
Hefuru ekki heyrt um þessa ? Fínt, haltu því þannig. Þeir
sem höfðu sagt að Pirates of the Caribbean átti eftir að ganga illa þegar sú
mynd kom út höfðu eflaust ekki getað gleymt þessari mynd. Vinnuslysið Geena Davis leikur aðalhlutverkið í mynd sem gengur út á fjársjóðsleit (hvað annað).
Þeim tókst að sveifla sverðunum svo mikið að kostnaðurinn jókst og jókst þar
til hann náði 100 milljónum dollara. Myndin hlaut afhroð þegar hún kom út og
græddi aðeins 10 milljónir dollara, sem kemur henni í Heimsmetabók Guinness sem
stærsta tap myndar í kvikmyndasögunni. Eins og við mátti búast voru Carolco
Pictures í 90 milljón dollara mínus og gengu því plankann, gjaldþrot þeirra var
tilkynnt stuttu eftir að myndin kom út.






