Náðu í appið
Bönnuð innan 12 ára

Final Fantasy: The Spirits Within 2001

Fannst ekki á veitum á Íslandi

Frumsýnd: 10. október 2001

Unleash a new reality

106 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 44% Critics
The Movies database einkunn 49
/100

Árið er 2065, og komið er að næstu árás á árásarher draugakenndra geimvera. Dr. Aki Ross er bráðsnjall ungur vísindamaður, sem keppist við að komast að leyndarmálum innrásarhersins, ekki aðeins til að bjarga plánetunni, heldur einnig sjálfri sér, eftir að hún sýkist af geimverueinindum. Hún slæst í hóp með hinum rómaða Deep Eyes herflokki, sem gamall... Lesa meira

Árið er 2065, og komið er að næstu árás á árásarher draugakenndra geimvera. Dr. Aki Ross er bráðsnjall ungur vísindamaður, sem keppist við að komast að leyndarmálum innrásarhersins, ekki aðeins til að bjarga plánetunni, heldur einnig sjálfri sér, eftir að hún sýkist af geimverueinindum. Hún slæst í hóp með hinum rómaða Deep Eyes herflokki, sem gamall vinur hennar Gray Edwards stjórnar. En eftir því sem Aki, lærimeistari hennar Dr. Sid og Grey vinna að friðsælli lausn, þá er Hein hershöfðingi að úthugsa leið til að gereyða geimverunum í einu vetvangi ... jafnvel þó að sú aðgerð eyði Jörðinni í leiðinni.... minna

Aðalleikarar


Ótrúleg tækni, tölvurnar virðast geta allt í dag. Söguþráðurinn er hins vegar bæði ruglingslegur og á köflum langdreginn, en þótt myndin falli í áliti fyrir vikið er hún samt tímamótaverk og fyrir það fær hún góðar þrjár stjörnur. Það er í raun meira lagt upp úr list og tækni en hugmyndin á bak við söguna sjálfa er ekki svo galin; dramatísk saga ungrar vísindakonu, Dr. Aki Ross, og leitar hennar að tilteknum vofum (spirits) sem er hugsað sérstakt hlutverk. Um leið og hún hittir margar athyglisverðar persónur, mæta henni ýmsar hættur og erfiðleikar í mun hættulegri heimi en við þekkjum í dag. Persónusköpunin er býsna góð og hreyfingar og tjáning með eðlilegasta móti. Framtíðarsýn Hironobu Sakaguchi og félaga hefur krafist mikils hugmyndaflugs, auk þess sem raddirnar koma frá fagmönnum (Alec Baldwin, Steve Buscemi, Donald Sutherland o.fl. og Ming Na fyrir aðalpersónuna) og gefa myndinni mikið. Ég mæli með myndinni fyrir alla þá sem hafa áhuga á tölvutækni og vísindaskáldskap, í bland við þónokkra spennu og hasar.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Þrátt fyrir úrvals tæknivinnslu á köflum líður myndin fyrir algjöran skort á söguþræði og er fyrir vikið varla nema rétt rúmlega sorp. Aðeins fyrir forfallna vísindaskáldsögusjúklinga.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Ég sá þessa mynd á DVD fyrir nokkru síðan og verð að segja að mér fannst þetta bara hin fínasta mynd. Myndin er alveg hrikalega flott og hér ljá margir góðir leikarar raddir sínar, eins og Ming Na, Donald Sutherland, Steve Buscemi, Alec Baldwin, Ving Rhames og James Woods. Hvernig tæknin er orðin í dag er alveg ótrúleg. Ef þið ætlið að leigja ykkur einhverja DVD mynd, takið þá þessa, aukapakkinn er um 4 tímar og er mjög góður. Ég gef þessari mynd 3 og hálfa stjörnu.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Þetta er frábærlega vel gerð mynd og er framför í tölvu brellum. Maður þarf að hafa svolítið gaman af ótrúlegum vísindaskáldskap sem flest allt getur gerst. Það er auðvitað hægt að segja ooooo eins og þetta gæti gerst í alvuru og svoleiðis en ef þú hugsar mikið svoleiðis þá geturðu sleppt því að horfa á þessa mynd. Söguþráðurinn er mjög góður og það þarf svolitla þolinmæði til að horfa á myndina og þarf að velta sér soldið uppúr hlutunum í henni. Neal Fleming (Steve Buscemi) var bestur að mínu mati og hélt uppi skemmtilegum anda í myndinni. Vondi karlinn hefði ekki þurft að vera alveg svona klikkaður en það fór annas ekki mikið fyrir brjóstin á mér. Myndir fær ekki minna en 3 stjörnur hjá mér.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Leiðinleg mynd með leiðinlegum söguþráð. Ég gef hálfa stjörnu fyrir góða grafík
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Svipaðar myndir



Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn