Náðu í appið
Bönnuð innan 12 ára

Battlefield Earth: A Saga of the Year 3000 2000

(Battlefield Earth)

Fannst ekki á veitum á Íslandi

Frumsýnd: 15. september 2000

Take Back The Planet

118 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 3% Critics
The Movies database einkunn 9
/100

Árið 3000 þá á mannkynið ekki möguleika gegn Psychlos, gráðugu, stjórnsömu kyni, sem sækist eftir hámarkságóða. Leiðtogi þeirra er hinn seiðandi og kraftmikli Terl. Psychlos eru á góðri leið með að eyða öllum auðlindum jarðarinnar, og nota mannfólkið sem þræla. Mennirnir eru orðnir frumstæðir og halda að innrásarmennirnir séu djöflar og tækni... Lesa meira

Árið 3000 þá á mannkynið ekki möguleika gegn Psychlos, gráðugu, stjórnsömu kyni, sem sækist eftir hámarkságóða. Leiðtogi þeirra er hinn seiðandi og kraftmikli Terl. Psychlos eru á góðri leið með að eyða öllum auðlindum jarðarinnar, og nota mannfólkið sem þræla. Mennirnir eru orðnir frumstæðir og halda að innrásarmennirnir séu djöflar og tækni sé af hinu illa. Eftir að mannkynið er búið að gefa upp alla von um að losna undan oki þessa innrásarhers utan úr geimnum, þá ákveður ungur maður að nafni Tyler að fara frá heimili sínu hátt uppi í Klettafjöllunum til að leita að sannleikanum, sem endar með því að hann er tekinn höndum og gerður að þræl. Þá ákveður hann að rísa upp og berjast gegn kúgurunum, og leiðir mannkynið í lokafrelsisbaráttu.... minna

Aðalleikarar


Jæja jæja hvað á maður eiginlega að segja um aðra eins stórmynd eins og þessa. Ég þurfti mikið til að leggja það á mig að horfa á þessa mynd og þeim klukkutímum hefði ég betur varið í annað en að horfa á þennan viðbjóð. Nákvæmlega ekkert við myndina heillar neitt og manni er nákvæmlega sama um persónurnar og hvað kemur fyrir þær. Utan á spóluhulstrinu ætti að vera varúðarmerki sem myndi vara fólk við því að horfa á þetta ógeð.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Hvað í fjand.... hér er á ein versta framtíðar/geimveru mynd í heimi. Leikararnir ofleika og allt annað í myndinni vikar ekki. Travolta ofleikur hér geimveruna Terl sem stjórnar geimverunum á jörðinni. Hvar er jarðarbúar? Annaðhvort dauðir eða í þrælavinnu. Einn þrællinn verður svo hetja og rís upp gegn geimverunum. Ekki góð mynd. Ömurleg mynd.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Ég ætla ekkert að útskýra hvað þessi mynd er um en eina sem ég segi um hana er að ég varð reiður og fúll þegar ég horfði á fyrsta hálftíman í þessari mynd hvernig leikarinn john travolta skuli dirfast að leika í þessari mynd. Ég mæli alls engum til að sjá þessa mynd. Þessi er kannski ástæða afhverju sum eru rugluð í heila. Það eina sem ég segi er að þessi mynd ætti að vera pynting þegar að bandaríkjamenn finna hryðjuverkamenn og vilja refsa þeim. Þessi mynd fær hreint og sagt NÚLL.Takk fyrir
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Þessi mynd er kannski ágæt ef maður er unglingur (sem ég er).

Mér persónulega finnst þessi mynd góð, aðallega útaf John Travolta sem leikur þarna aðalhlutverkið, bara út af því að hann er alltaf að gera lítið úr mannkininu sem hann heldur að séu bara þrælar. Það kemur seinna í ljós að mannkinið er öflugara en hann heldur. mér finnst þessi mynd vera alveg tveggja og hálfs stjörnu virði að horfa á. svo að ég bæti einhverju hérna inná þá finnst mér persónulega hundleiðinlegt þegar einhverjir ElliSmellir eru að skrifa um myndirnar hérna, ég aðallega horfi á myndirnar sem þeir segja að séu leiðinlegar, þær myndir finnst mér nefnilega góðar, en samt, það sem ég átti að skrifa um er Battlefield: Earth og ég er búinn að því, Takk Fyrir.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Ég sá þessa mynd fyrir algjöra tilviljun. Var búin að heyra að hún væri algjört rusl. Verð að játa að söguþráðurinn er ekki mikill og leikurinn ekkert til að hrópa húrra fyrir en samt er það svo að mér þótti alveg ofsalega gaman að horfa á hana. Get ekki bent á neitt sérstakt atvik eða atriði sem varð til þess en alla vega er þetta ein af þeim myndum sem ég get horft á aftur og aftur. þau ykkar sem ekki hafa séð hana, ég ráðlegg ykkur að kíkja á hana og mynda ykkar eigin skoðun.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Svipaðar myndir



Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn