Zack Snyder, leikstjóri myndarinnar Watchmen á víst í hávaðarifrildi við Warner Bros þessa dagana vegna lengdar myndarinnar. Zack Snyder vill hafa Watchmen um 210 mínútur að lengd (já, 3 og 1/2 tími), en Warner Bros taka það ekki í mál og vilja alls ekki að hún rjúfi 3 klst. múrinn.
Mennignir hjá Warner Bros eru hræddir við að lengdin eigi eftir að fæla áhorfendur frá myndinni, en þeir voru víst einnig stressaðir vegna lengdar The Dark Knight, en hún er 152 mínútna löng, og það er óhætt að segja að sá ótti hafi verið algerlega ástæðulaus.
Kominn er upp undirskriftarlisti þar sem aðdáendur Watchmen myndasögubókarinnar heimta að Zack Snyder fái að ráða lengd myndarinnar og nefna m.a. þau rök að bókin þurfi þennan tíma til að njóta sín og að hér sé á ferð verkefni þar sem framhaldsmynd er ekki möguleiki, að Watchmen sé algerlega stand-alone mynd.
Watchmen er gerð eftir einni frægustu og virtustu myndasögubók allra tíma og fjallar um morð á fyrrverandi ofurhetju, þar sem maður að nafni Rorschach tekur
lögin í sínar eigin hendur og hefur rannsókn á morðinu, sem leiðir til
ógvænlegrar niðurstöðu. Watchmen verður frumsýnd á Íslandi 6.mars 2009.
Mitt álit
Rifrildið snýst semsagt um að Warner Bros vill 2 klst. og 50 mínútna mynd en Zack Snyder vill 3 klst. og 30 mínútna mynd. Warner Bros á klárlega eftir að ná sínu fram, og ég skil þá fullkomnlega. Útgáfa Zack Snyder á þó eflaust eftir að vera með meira kjöt á beinunum, en þa ðer klárt mál að hún á eftir að rata á Director’s Cut DVD disk og gefa Warner Bros enn meiri pening í vasann.

