Það er komið nýtt plakat fyrir næstu mynd Ethan Coen og Joel Coen, en sú mynd er sótsvört kómedía sem nefnist Burn After Reading og skartar engum öðrum en Brad Pitt, Tilda Swinton og George Clooney í aðalhlutverkum.
Coen bræðurnir gerðu síðast No Country for Old Men sem hreppti fjölmörg Óskarsverðlaun fyrr á þessu ári og sló gjörsamlega í gegn á Íslandi sem og erlendis. Burn After Reading er beðið með mikilli eftirvæntingu og þá sérstaklega hjá þeim sem þekkja verk Coen-bræðranna vel, en ferilskrá þeirra er vægast sagt fögur.
Burn After Reading fjallar um geisladisk með viðkvæmum upplýsingum um CIA sem lendir í höndum tveggja líkamsræktarstöðvarstarfsmanna sem reyna síðan að selja hann.
Plakatið er hér fyrir neðan

Burn After Reading verður frumsýnd á Íslandi með haustinu, ekki er komin 100% dagsetning á útgáfu hennar

