Dreamworks hafa tilkynnt að framhald af teiknimyndinni vinsælu Kung Fu Panda sé í bígerð, en þetta er í takt við fréttir sem við sögðum frá fyrir löngu síðan. Á sama tíma var einnig greint frá því að þriðja Madagascar myndin væri á leiðinni, og jafnvel fleiri. Madagascar: Escape 2 Africa kom út á síðasta ári.
Kung Fu Panda er eitt af síðustu verkefnum Dreamworks í tvívídd, en þrívíddargimmickið mun taka yfir flest þeirra verkefni uppúr þessu. Þeir sem unnu við gerð Kung Fu Panda teiknuðu upp sum atriði í þrívídd og voru svo hrifnir af því að um tíma var sú hugmynd í gangi að endurútgefa hana í 3-D, en sá möguleiki er væntanlega flogin út um gluggann ef hún fær þrívíddarframhald.
Kung Fu Panda var ein af vinsælustu myndum sumarsins bæði á Íslandi og vestanhafs og því kemur sú ákvörðun um framhaldsmynd engan veginn á óvart.

