Topp 10 Michael Keaton myndir

Bandaríski leikarinn Michael Keaton, sem leikur titilhlutverkið í Beetlejuice Beetlejuice, sem kemur í bíó á morgun, hefur átt frábæran feril í kvikmyndum sem spannar nokkra áratugi, en hann hefur bæði á valdi sínu dramahlutverk og gamanhlutverk.

Hér eru tíu myndir sem vert er að gefa gaum:

1. Birdman or (The Unexpected Virtue of Ignorance) (2014)

  • Hlutverk: Riggan Thomson
  • Afhverju er hún góð: Myndin kveikti aftur í ferli Keaton og hlaut lof gagnrýnenda. Einnig var hann tilnefndur til Óskarsverðlauna fyrir leik sinn.

Birdman (2014)

Aðgengilegt á Íslandi
Rotten tomatoes einkunn7.7
Rotten tomatoes einkunn 91%
The Movie db einkunn7/10

Bandarískur leikari, sem eitt sinn naut mikilla vinsælda í hlutverki ofurhetju, reynir að endurlífga feril sinn og sættast við fortíð sína um leið og hann vinnur sem leikstjóri að uppsetningu leikrits á Broadway. Riggans Thomas lifir í skugga fornrar frægðar þegar hann lék hina ...

Hlaut Óskar fyrir bestu mynd. Hlaut Golden Globe fyrir besta handrit í flokki gamanmynda auk þess sem Michael Keaton hlaut verðlaunin fyrir besta leik karla í aðalhlutverki í flokki gamanmynda. Tilnefnd til 9 Óskarsverðlauna.

2. Beetlejuice (1988)

  • Hlutverk: Betelgeuse
  • Afhverju er hún góð: Þetta er eitt þekktasta hlutverk Keatons. Myndin er sígild og einstök blanda af hrolli og gríni.

Beetlejuice (1988)

Aðgengilegt á Íslandi
Rotten tomatoes einkunn7.5
Rotten tomatoes einkunn 83%
The Movie db einkunn7/10

Beetlejuice er gamansöm draugasaga og fjallar um ung hjón sem lenda í bílslysi og deyja. Þau snúa síðan aftur sem draugar og fara heim til sín. Í fyrstu virðist allt eins og áður, en fljótlega koma aðrir lifandi íbúar til að búa í húsinu, draugunum til lítillar ánægju. ...

Vann Óskarsverðlaun fyrir förðun.

3. Batman (1989)

  • Hlutverk: Bruce Wayne / Batman
  • Afhverju er hún góð: Tímamótatúlkun á Batman. Hann kom með dýpt og margbreytileika og myndin breytti áliti almennings á ofurhetjukvikmyndum.

Batman (1989)

Aðgengilegt á Íslandi
Rotten tomatoes einkunn7.5
Rotten tomatoes einkunn 77%
The Movie db einkunn7/10

Fyrsta myndin í Batman-seríunni og segir hún frá glæpamanninum Jack Napier/The Joker og áætlun hans um að yfirbuga skikkjuklæddu hetjuna Batman. Sögusvið myndarinnar er hin drungalega Gotham borg. Þar er hættulegt að vera á ferli, enda er lögreglan gjörspillt, og takmarkaða vernd ...

4. Batman Returns (1992)

  • Hlutverk: Bruce Wayne / Batman
  • Afhverju er hún góð: Túlkun Keatons á Batman hér er enn myrkari en áður og flóknari.

Batman Returns (1992)

Aðgengilegt á Íslandi
Rotten tomatoes einkunn7.1
Rotten tomatoes einkunn 82%
The Movie db einkunn10/10

Eftir að hafa borið sigurorð af Jókernum etur Batman nú kappi við nýjan óvin, Mörgæsina - mann sem vill verða viðurkenndur inn í samfélagslíf Gotham borgar. Hinn spillti athafnamaður Max Schreck er kúgaður til að hjálpa honum að verða borgarstjóri Gotham og þeir reyna báðir...

Tilnefnd til Óskarsverðlauna fyrir tæknibrellur og förðun.

5. Spotlight (2015)

  • Hlutverk: Walter „Robby“ Robinson
  • Afhverju er hún góð: Myndin hlaut Óskarsverðlaun sem besta mynd og leikaraliðið er stjörnum prýtt. Myndin er sannsögulg og fjallar um það þegar hópur blaðamanna afhjúpaði barnaníð innan kaþólsku kirkjunnar í Boston.

Spotlight (2015)

Aðgengilegt á Íslandi
Rotten tomatoes einkunn8.1
Rotten tomatoes einkunn 97%
The Movie db einkunn8/10

Sönn saga af því þegar Spotlight teymi dagblaðsins The Boston Globe afhjúpaði barnaníð og hylmingu á glæpunum innan kaþólsku kirkjunnar, sem átti eftir að hafa mikil áhrif á kirkjuna. Myndin byggir á sögu raunverulega Spotlight teymisins, sem færði dagblaðinu Pulitzer ...

Óskarsverðlaun sem besta mynd. Tilnefnd til þrennra Golden Globe-verðlauna, fyrir handritið, leikstjórnina og sem besta mynd ársins. Tilnefnd til sex Óskarsverðlauna, þ.e. fyrir bestu klippingu, besta handrit, bestu leikstjórn, besta leik í aðalhlutverku

6. The Founder (2016)

  • Hlutverk: Ray Kroc
  • Afhverju er hún góð: Keaton slær hér í gegn sem hinn metnaðarfulli Ray Kroc, maðurinn sem gerði McDonalds að stórveldi.

The Founder (2016)

Ekki aðgengileg á veitum á Íslandi
Rotten tomatoes einkunn7.2
Rotten tomatoes einkunn 81%
The Movie db einkunn7/10

Myndin fjallar um Ray Kroc sem gerði McDonalds að marg milljarða dollara veldi, en ferlið var umdeilt: Kroc kom að fyrirtækinu upphaflega sem eigandi sérleyfis ( Franchise ) þegar McDonalds var lítil keðja, en keypti að lokum fyrirtækið í heild sinni, og lét McDonalds bræðurna fá ...

7. Jackie Brown (1997)

  • Hlutverk: Ray Nicolette
  • Afhverju er hún góð: Í þessari Quentin Tarantino mynd leikur Keaton heillandi en ögn klaufalegan fíkniefnalögreglumann.

Jackie Brown (1997)

Aðgengilegt á Íslandi
Rotten tomatoes einkunn7.5
Rotten tomatoes einkunn 88%
The Movie db einkunn4/10

Flugfreyjan Jackie Brown er gripin við að smygla "byssu"-peningum yfirmanns síns, um borð í flugvélina sem hún vinnur í. Til allrar hamingju fyrir hana, þá ákveða alríkislögreglumaðurinn Ray Nicolet og LA löggan Mark Dargus að vinna saman að því að handsama byssusalann sem Brown...

Tilnefnd til Óskarsverðlauna fyrir besta leikara í aukahlutverki (Robert Forster)

8. Mr. Mom (1983)

  • Hlutverk: Jack Butler
  • Afhverju er hún góð: Þetta er gott dæmi um tök Keaton á gríni. Myndin sló í gegn í miðasölunni og styrkti Keaton í sessi sem aðalleikara í grínmyndum.

Mr. Mom (1983)

Ekki aðgengileg á veitum á Íslandi
Rotten tomatoes einkunn6.6
Rotten tomatoes einkunn 76%
The Movie db einkunn4/10

Jack og Caroline hafa það fínt þar til Jack missir skyndilega vinnuna. Þau ákveða að hann verði heimavinnandi á meðan Caroline vinni úti. En málið er að hann hefur aldrei gert handtak heima við og veit ekki neitt í sinn haus .... ...

9. Night Shift (1982)

  • Hlutverk: Bill Blazejowski
  • Afhverju er hún góð: Hér er önnur mynd sem sýnir hvað Keaton er góður gamanleikari. Frammistaða hans er sprenghlægileg og minnisstæð.

Night Shift (1982)

Ekki aðgengileg á veitum á Íslandi
Rotten tomatoes einkunn6.5
Rotten tomatoes einkunn 93%
The Movie db einkunn5/10

Uppburðarlítill starfsmaður í líkhúsi er aftur færður á næturvaktina þar sem hann þarf að vinna með óþolandi nýliða sem dreymir um að fá frábæra viðskiptahugmynd. Lífið tekur svo skrýtna stefnu þegar vændiskona í nágrenninu kvartar undan því að melludólgurinn sé ...

10. Multiplicity (1996)

  • Hlutverk: Doug Kinney (og klón)
  • Afhverju er hún góð: Hér leikur Keaton margar útgáfur af sömu persónunni, en hver þeirra er með ólíkan persónuleika. Myndin er því gott dæmi um fjölhæfni Keaton og tilfinningu fyrir grínleik.

Multiplicity (1996)

Ekki aðgengileg á veitum á Íslandi
Rotten tomatoes einkunn6.1
Rotten tomatoes einkunn 45%
The Movie db einkunn6/10

Byggingaverkamaðurinn Doug Kinney finnst sem hann hafi engan tíma fyrir sjálfan sig, allur tíminn fer í vinnu, í að sinna eiginkonunni Laura og dótturinni Jennifer. Þá kemur erfðafræðingurinn Dr. Owen Leeds til sögunnar, en hann býður honum einstaka lausn við vandamálinu - klónun....