Nýjasta mynd Mike Myers, The Love Guru verður frumsýnd á Íslandi 1.ágúst næstkomandi. Tómas Valgeirsson birti dóm um myndina fyrir nokkru síðan og er hann aðgengilegur á undirsíðu myndarinnar hér á Kvikmyndir.is
Myndin hefur vægast sagt fengið hroðalega dóma vestanhafs en Tómas tekur ekki svo djúpt í árina. Myndin er vissulega ekkert fagnaðarefni, en er að hans mati klassa fyrir ofan slæmar grínmyndir eins og Meet the Spartans, Epic Movie og Date Movie og fær hún því 4/10 í einkunn. Smellið á linkinn hér fyrir neðan til að lesa dóminn
Smelltu hér til að lesa fyrsta íslenska dóminn um The Love Guru (skrolla niður)

