Mel Gibson hefur látið lítið fara fyrir sér síðan hann var tekinn fastur fyrir ölvunarakstur í júlí 2006. Þar áður hafði hann leikstýrt The Passion of the Christ árið 2004 og Apocalypto árið 2006, sem báðum gekk rosalega vel og verða að teljast sem afbragðsmyndir. Hins vegar voru síðustu myndirnar sem hann lék í myndirnar Signs og einnig We Were Soldiers árið 2002.
Nú hefur hann ákveðið að láta sjá sig á hvíta tjaldinu enn á ný, en hann hefur tekið að sér hlutverk rannsóknarlögreglumanns í myndinni Edge of Darkness sem er byggð á mini-seríu frá BBC. Í myndinni mun hann leika löggu sem kemst að spillingu innan lögreglunnar þegar hann rannsakar dauða dóttur sinnar.
Gibson ku vera stór aðdáandi seríunnar þegar hún var í gangi á BBC, en serían er af mörgum talin vera ein besta mini-sería sem hefur litið dagsins ljós. Hún hefur fengið fjölmörg verðlaun og tilnefningar í gegnum tíðina.
Tökur fara fram í Boston nú í ágúst.

