Það komu fréttir um það í nóvember að Victor Salva væri í því að skrifa handritið og leikstýra þriðju Jeepers Creepers, sem mun bera nafnið Jeepers Creepers 3: The Creeper Walks Among Us.
Nú er ljóst að Gina Philips er í viðræðum um að leika í myndinni! „Ég get sagt, en ég get ekki talað meira um það, að ég er í viðræðum við Salva um að leika í myndinni. Það er handrit komið sem verið er að vinna í og ég er líka opin fyrir því að framleiða myndina að einhverjum hluta.“ sagði Philips nýlega í viðtali, en mynd af henni er meðfylgjandi fréttinni.
Myndin á að vera frumsýnd á árinu 2009.

