Hvað er frumsýnt um helgina ?

Þrjár myndir eru frumsýndar um helgina, Heiðin, 10,000 B.C. og Horton Hears a Who bæði með íslensku og ensku tali. Fjöldinn allur af aukefni er kominn inn fyrir báðar þessar myndir.

Sá nýstárleiki er í okkur þessa dagana að leggja áherslu á íslenskt efni, og því má sjá þá sem talsetja Horton Hears a Who með því að finna hana í gagnagrunni okkar hér á Kvikmyndir.is.

Velgengni spænsku hryllingsmyndarinnar El Orfanato hefur valdið því að frumsýningardagsetning á The King of Kong frestast, en það átti að frumsýna hana í dag.

Þessar tvær myndir eru s.s. frumsýndar í dag og verða í sýningu alla helgina (og lengur!):

Horton Hears a Whohttp://kvikmyndir.is/mynd/?id=3730
Dag einn heyrir fíllinn Horton (Jim Carrey) neyðaróp. Ópið kemur frá
pínulítilli rykögn. Horton er vingjarnlegur og ráðagóður fíll. Hann
ákveður að vernda litla rykið.
Það býr meira í rykinu en sýnist. Borgin Whoville hefur aðsetur í litla
rykinu og þar býr ogguponsulítið fólk. Þegar Horton uppgötvar þessa
pínulitlu veröld gerir hann sér grein fyrir að íbúar hennar þurfa á
honum að halda.
Myndin fylgist líka með borgarstjóra Whoville (Steve Carrell) sem þarf
að horfast í augu við það að fyrir utan Whoville sé risastór heimur.
Nágrannar Hortons trúa ekki að heil borg geti verið inni í litla rykinu
og halda að Horton sé orðinn eitthvað ruglaður. En Horton gefst ekki
upp. Honum finnst að allir eigi rétt á að lifa sínu lífu, hversu smáir
sem þeir séu.
Það er líka eins gott að Horton verndar rykögnina, því vafasamir
einstaklingar vilja útrýma Whoville og öllum íbúum hennar.
Myndin er byggð á sívinsælli barnabók eftir Dr. Seuss. Hún er framleidd
af sömu aðilum og gerðu Ice Age myndirnar.






10,000 B.C.http://kvikmyndir.is/mynd/?id=3676.

Forsöguleg stórmynd sem fylgir ungum mammútveiðara og hans leið í
gegnum ýmis ævintýri til að tryggja velferð ættbálks síns.
D´Leh (Steven Strait) er 21 árs og veiðir mammúta. D´Leh tilheyrir
ættbálki veiðimanna sem var uppi 10,000 árum fyrir krist.
Myndin fylgist með þessum unga manni breytast í stórmenni. Hann ferðast
um framandi lönd í von um að bjarga ættbálknum sínum frá útrýmingu og
ástinni sinni Evolet (Camilla Belle) frá illum örlögum.
Í hetjuförinni uppgötvar D´Leh ásamt her sínum týndan menningarheim og
stórfengleg dýr frá forsögulegum tíma.



Heiðin

Myndin, sem gerist á einum kosningadegi, segir frá Albert sem heimsækir sveitina sína eftir langa fjarveru í námi og hvernig viðtökur hann fær á æskustöðvunum. Faðir Alberts, Emil, er þennan sama dag beðinn um að fara með kjörkassa útá flugvöll, en hann missir af vélinni.