Galdrakarlinn frá Oz töfraði Bandaríska bíógesti upp úr skónum aðra helgina í röð en bíómyndin Oz the Great and Powerful hélt toppsæti sínu á aðsóknarlistanum í Bandaríkjunum síðan á síðustu helgi.
Halle Berry svarar í símann í neyðarlínunni í The Call
Myndin þénaði 42,2 milljónir Bandaríkjadala og er nú búin að þéna 145 milljónir dala í Bandaríkjunum eingöngu.
Nýjar myndir sem frumsýndar voru um helgina þurftu að láta í minni pokann fyrir Oz, þar á meðal nýjasta mynd Brad Anderson með Halle Berry í aðalhlutverkinu, spennutryllirinn The Call, en myndin lenti í öðru sæti listans með 17,1 milljón dala í tekjur, sem aðstandendur geta verið ánægðir með þrátt fyrir allt.
Grínistunum Steve Carell og Jim Carrey gekk þó ekki eins vel en ný mynd þeirra The Incredible Burt Wonderstone náði ekki að heilla bíógesti eins og aðstandendur höfðu vonast eftir, en myndin var þriðja aðsóknarmest um helgina með 10,3 milljónir dala í tekjur.
Jack The Giant Slayer þokast niður listann og er komin niður í fjórða sætið, en myndin þénaði 6,2 milljónir dala um helgina. Gamanmyndin Identity Thief lenti svo í fimmta sæti með 4,5 milljónir dala í tekjur.
Sjáðu lista aðsóknarmestu mynda í Bandaríkjunum hér að neðan samkvæmt BoxOfficeMojo.com