Fyrsta íslenska kvikmynd ársins, Brúðguminn, var forsýnd í Háskólabíó fyrir troðfullum sal í gær, 16 janúar. Viðstaddur var leikstjórinn, Balti, leikarar og aðrir aðstandendur myndarinnar. Myndin verður frumsýnd á morgun 18 janúar. Íslenska leiksýningin, sem er byggð á sama handriti eftir Anton Chekhov, hóf göngu sína rétt fyrir áramót.

