Á morgun verður unglingamyndin Easy A frumsýnd og ég ætla að gefa notendum möguleikann á því að vinna sér inn tvo frímiða á almenna sýningu að eigin vali. Myndin segir frá menntaskólastúlkunni Olive (Emma Stone), sem hefur alla tíð lagt mikið upp úr því að halda algerlega óflekkuðu mannorði á sama tíma og hún fer með glæsibrag í gegnum námið. Það er því mikið áfall þegar hún heyrir bekkjarsystur sína (Amanda Bynes) dreifa fölskum orðrómi um að Olive hafi misst meydóminn stuttu áður. Þessi orðrómur stækkar og stækkar, og áður en hún veit af því er Olive orðin ein eftirsóttasta stelpan í skólanum. Með hjálp frá samkynhneigða vini sínum ákveður hún að ýta undir nýja vafasama orðspor sitt. En hversu lengi getur hún haldið orðsporinu uppi án þess að gera neitt vafasamt í raun og veru?
Undirritaður viðurkennir að Easy A virkar eins og stöðluð og fljótgleymd amerísk unglingamynd. Hins vegar eru Kvikmyndir.is menn flestir sammála því að hér sé um miklu snjallari og fyndnari mynd að ræða en margir halda. Við erum heldur ekki þeir einu víst. Myndin hefur fengið mjög góða dóma. T.a.m er hún með 87% á RottenTomatoes.com og heil 97% hjá Top Critics.
Leikreglur eru ekkert flóknari en venjulega. Við tökum léttan skjáskotaleik sem tengist aðalleikonu myndarinnar, Emmu Stone. Ég mun sýna nokkrar stillur og ykkar verkefni er að maila á mig (tommi@kvikmyndir.is – vitaskuld) titlana á þessum myndum.
Ég sendi vinningshöfum póst tilbaka á morgun og þeir munu þá fá nánari upplýsingar um hvar skal nálgast miðana sína.
T.V.





