Mission: Impossible 4 fær nafn

Við erum smám saman byrjuð að fá smá hugmynd um hvernig titlar næsta sumars líta út. Ýmsir titlar hafa verið afhjúpaðir, þar á meðal Transformers: The Dark of the Moon, The Dark Knight Rises (sem reyndar kemur ekki út fyrr en 2012) og The Hangover: Part II (í staðinn fyrir Hangover 2 – frumlegt…).

Núna fáum við að vita hver titillinn á fjórðu Mission: Impossible myndinni er, og hann verður að teljast nokkuð áhugaverður.

Tom Cruise og félagar eru að skjóta myndina akkúrat um þessar mundir í Dubai og í gær var ákveðið að halda smá „press-fund“ til að leyfa fólki að sjá titilinn. Hann er svohljóðandi:

Mikið rétt… MISSION: IMPOSSIBLE: GHOST PROTOCOL (óvenju margir tvípunktar þarna) dettur í kvikmyndahús næsta sumar. Með helstu hlutverk fara (kemur á óvart) Cruise, Jeremy Renner, Simon Pegg, Ving Rhames og Paula Patton. Leikstjóri er Brad Bird (The Incredibles, Ratatouille).

T.V.