Í dag er spennumyndin Salt frumsýnd og því er tilvalið að spreða nokkrum bíómiðum á notendur.
Myndin fjallar um CIA fulltrúann Evelyn Salt (Angelina Jolie), sem sór eið heiðurs og hollustu til lands síns. En það mun reyna á það þegar rússneskur njósnari sakar hana um að vera svikara. Salt fer á flótta og þarf að nota alla sína hæfileika og reynslu til að forðast handtöku. Tilraunir Salt til að hreinsa mannorð sitt vekja upp efa um ætlanir hennar þegar leitin að sannleikanum nær hámarki og spurningin „Hver er Salt?“ verður svarað.
Það sem mig langar til að sjá ykkur gera er að senda mér tölvupóst (tommi@kvikmyndir.is) og segja mér hvaða mynd ykkur finnst vera sú besta með Angelinu Jolie í aðalhlutverki, en ég vil líka að þið segið hver sú versta er. Væri fínt að sjá smá rökstuðning.
Ég dreg síðan úr svörum af handahófi í kringum miðnætti í kvöld og vinningshafar fá almenna frímiða fyrir sig plús gest.
Gangi ykkur vel.
T.V.



