Það gerðist alltof margt í dag til að skrifa eitthvað gáfulegt um það. Því verður þessi dagbókarfærsla í punktaformi og tvennt það merkilegasta birt í sérfréttum í staðinn.
1: Sucker Punch, nýjasta mynd Zacks Snyder, stal senunni af Green Lantern og Harry Potter á kynningu Warner Bros. í morgun. Þar virðist einhver rosaleg snilld vera á leiðinni.
2: Let Me In virðist vera meira en bara græðgisendurvinnsla á Let the Right One In. Miðað við þau brot sem voru sýnd er stíllinn á myndatökunni vera annar, enginn leikari (Chloe Moretz, Kodi-Smit McPhee og Richard Jenkins) er að „herma eftir“ neinum úr upprunalegu myndinni og (miðað við eitt brotið) er handritið ekki eins. Sem er gott mál.
3: Í annað sinn í Bandaríkjaferð okkar er púað kröftuglega þegar nafn M. Night Shyamalan er birt sem framleiðandi væntanlegrar hryllingsmyndar, Devil, í trailer fyrir þá mynd. Fyrsta skiptið var á undan frumsýningu Inception í San Francisco.
4: Resident Evil: Afterlife virðist ekki vera jafn vond og þriðja myndin, þökk sé nokkuð svalri þrívíddarvinnslu, en Paul W.S. Anderson er kominn aftur í leikstjórastólinn (gvussélof) og hann fékk að nota myndavélarnar hans James Cameron úr Avatar. Já, og Milla Jovovich var meira en lítið skökk á kynningunni.
5: Það var maður stunginn í salnum í lok Resident Evil-kynningarinnar. Það sem var fyndið við það var að um leið breyttust allir aðrir gestir í ÞETTA þangað til leyst var úr málinu með hjálp öryggisvarða.
6: Paul, nýjasta mynd Simons Pegg og Nick Frost, var kynnt. Sigourney Weaver leikur í henni, mætti á hátíðina og var ógeðslega svöl. Eins og hún geti verið eitthvað annað.
7: Cowboys & Aliens verður geðveik. Og fagnaðarlætin þegar Harrison Ford mætti á svæðið eru eitthvað sem undirritaður hefur aldrei kynnst áður. Já, og hann var leiddur inn í handjárnum. Þeir voru ekki lengi að gera grín að nýliðnum atburði í salnum (#5)
8: Hugo Weaving er með skrýtinn hreim í Captain America.
9: Thor verður klikkuð. Kli. Kkuð.
10: The Avengers. Lesið fréttina fyrir ofan þessa hér á vefnum.
-Erlingur Grétar Einarsson

