Facebook-myndin fær alvöru trailer

Það voru margir talsvert svekktir með fyrsta teaser trailerinn fyrir The Social Network þar sem hann sýndi ekkert nema einhverja stafi og hljóðbúta (þeir virðast greinilega ekki skilja hvað orðið „teaser“ þýðir). Allavega, þá er núna kominn trailer og þykir hann heldur áhugaverður. Síðan eykst forvitnin talsvert meira þegar maður hefur það á bakvið eyrað að David Fincher (Se7en, Fight Club, Zodiac) leikstýrir henni.

Þið getið séð trailerinn hér eða á forsíðunni okkar.

Hvernig leggst þessi svo í ykkur?

T.V.