Enn nóg af miðum eftir!

Á föstudaginn verður Inception forsýning á okkar vegum. Sýningin verður kl. 23:00 í Kringlubíói. Miðaverð á sýninguna er 1400 kr.
Hægt er að kaupa miða í miðasölu Sambíóanna eða á midi.is (smellið hér)

Á undan sýningu verða óvænt skemmtilegheit í líkingu við það sem við höfum áður gert. Svo munum við reglulega minna fólk á það ef það eru margir lausir miðar eftir á Facebook-síðunni okkar, þannig endilega fylgist með þar. Einnig verður alltaf hægt að maila á mig (tommi@kvikmyndir.is) ef þið hafið einhverjar aðrar spurningar. Ég reyni að svara öllum póstum eins fljótlega og hægt er.

Því minna sem sagt er um þessa mynd, því betra (trúið mér!), en ef áhugasamir hafa áhuga þá er hægt að lesa um söguþráð myndarinnar hér. Með helstu hlutverk fara Leonardo DiCaprio, Ellen Page, Joseph Gordon-Levitt, Marion Cotillard, Cillian Murphy, Ken Watanabe, Tom Hardy og Michael Caine. Og fyrir þá sem ekki vita mikið um leikstjórann þá er þetta sami maður og færði okkur Memento, Batman Begins, The Prestige og The Dark Knight.

Hér eru nokkur kvót frá erlendum gagnrýnendum:

10/10
„Inception is a masterpiece. Making a huge film with big ambitions, Christopher Nolan never missteps and manages to create a movie that, at times, feels like a miracle.“ – CHUD

5/5
„A wildly entertaining and dazzling mind-trip not to be missed. Kubrick would have been proud.“ – Box Office Magazine

5/5
„Inception could very well be Nolan’s masterpiece.“ – IGN Movies

4.5/5
„Inception doesn’t just dream bigger than most movies even dare, but it leaves the audience feeling inspired to do the same.“ – CinemaBlend

4/5
„A film erupting with ideas, ambition and intelligence, one that credits the viewer with the capacity for some mental heavy lifting.“ – SFX Magazine

Kvikmyndir.is forsýningar hafa smám saman verið að stækka og undirritaður gætir sig ávallt á því að forsýna einungis góðar myndir (smekksatriði auðvitað, en þið fattið). Á undanförnu ári höfum við haldið sýningar á myndum eins og Inglourious Basterds, District 9, Shutter Island og Kick-Ass, og kaldhæðnislega eru allar þessar myndir á topp 250 listanum á IMDB yfir bestu myndir allra tíma. Ef þessum sýningum gengur vel í framtíðinni verða engin takmörk fyrir því hvað við getum gert með fleiri stóra titla á næstunni, eins og t.d. The Expendables, Scott Pilgrim, Harry Potter o.fl.)

Sjáumst vonandi í bíó.

T.V.