Submarino og R á RIFF

Submarino og R (DK 2010) verða á meðal þeirra mynda sem sýndar verða á RIFF, Reykjavík International Film Festival í haust, en samkvæmt frétt frá RIFF er búið að staðfesta 20 myndir sem sýndar verða á hátíðinni.

Í fréttinni er sagt að á meðal þessara tuttugu mynda séu framúrskarandi danskar myndir, og þar á meðal tvær þær ofangreindu.

Submarino er mynd frá þessu ári eftir Thomas Vinterberg.Myndin er byggð á samnenfndri skáldsögu eftir Jonas T.Bengtsson, en myndin var klippt af Valdísi Óskarsdóttur. Myndin var kynnt á sextugustu alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Berlín í febrúar sl.

Myndin segir frá tveimur aðskildum bræðrum sem áttu slæma æsku. Þeir voru skildir að í æsku eftir að harmleikur varð til þess að fjölskyldan gliðnaði í sundur. Í dag einkennist líf Nicks af áfengi og ofbeldi, á meðan bróðir hans sem er einhleypur faðir, berst við fíkniefnavandamál til að reyna að gefa syni sínum betra líf. Leiðir bræðranna liggja síðan saman á ný.

Hin myndin, R ( DK 2010 ) er eftir Tobias Lindholm og Michael Noer, en myndin vann Dreka verðlaunin fyrir bestu norrænu myndina á Gautarborgar kvikmyndahátíðinni í ár.

R-ið í heiti myndarinnar stendur fyrir aðalpersónuna Runa, sem leikinn er af Pilou Asbæk. Rune er fangelsaður fyrir ofbeldisglæp.Hann er djarfur og góður með sig, myndarlegur ungur maður, í hörðum heimi, þar sem hann verður að læra fljótt á reglur fangelsisins ef hann á að lifa þar af. R stendur einnig fyrir Rachid sem er ungur múslimí fangelsinu sem verður vinur Rune.

Það er greinilega margt spennandi í vændum fyrir kvikmyndaáhugafólk á RIFF í haust.