Það er engin lognmolla hjá kvikmyndaleikurum í Hollywood, og skiptast á skin og skúrir. Sjálf draumadísin Megan Fox er búin að gifta sig en á sama tíma hefur Sandra Bullock skilið við sinn karl.
Nýr eiginmaður Megan Fox er kærasti hennar til margra ára Brian Austin Green, sem frægur er fyrir leik sinn í sjónvarpsþáttunum Beverly Hils 90210. Brúðkaupið fór fram á Hawaii.
Athöfnin var látlaus samkvæmt Reuters fréttastofunni, og var haldin á Four Seasons hótelinu. Fox er talsvert yngri en eiginmaðurinn, hún er 24 ára en hann er 36 ára. Þau hittust fyrst árið 2004, trúlofuðu sig 2006, en hættu við allt saman 2009. Þetta var fyrsta hjónaband beggja, en Green á 8 ára gamlan son með leikkonunni Vannessa Marcil.
Fox má nú sjá á hvíta tjaldinu vestra í myndinni Jonah Hex, sem er unnin upp úr teiknimyndasögu og gæti orðið einn af stóru smellum ársins.
Fox var ekki endurráðin í hlutverk sitt í Transformers 3, en á síðasta ári líkti hún leikstjóra myndarinnar, Michael Bay við Hitler og Napóleon, og sagði að það væri martröð að vinna undir hans stjórn.
Green hefur haldið sig við litlar myndir og sjónvarpsverkefni síðan framleiðslu Beverly Hills þáttanna var hætt árið 2000.
Skilnaður
Sandra Bullock og Jesse James hafa nú formlega skilið að skiptum, en Sandra yfirgaf manninn eftir að upp komst um framhjáhald hans með fleiri en einnig hjákonu. Þau voru gift í 5 ár.
Hún uppgötvarði framhjáhaldið aðeins nokkrum dögum eftir að hún hafði unnið Óskarsverðlaun fyrir The Blind Side.
James er þekktur fyrir mótorhjólahönnun og er auk þess raunveruleikasjónvarpsstjarna.


