Sam Raimi talar um World of Warcraft myndina

Leikstjórinn Sam Raimi, sem þekktur er fyrir Spider Man myndir sínar, mun ekki leikstýra næstu mynd um köngulóarmanninn, og hefur tekið sér góðan tíma í að velja hver næstu verkefni hans verða.

Collider.com birtist á vefsíðu sinni nýtt viðtal við leikstjórann þar sem hann talar meðal annars um World of Warcraft myndina sem hann er með í vinnslu, sem gera á eftir samnefndum tölvuleik. Í viðtalinu ræðir hann einnig um möguleikann á að hann taki að sér leikstjórn Hobbitans, en eins og sagt hefur verið frá hér á síðunni þá varð leikstjóri þeirrar myndar,Guillermo Del Toro, að hætta við að taka að sér verkefnið.

I vídeóinu hér að neðan sést hann meðal annars ræða um þetta í tímaröð:

00:35 tekur hann mark á orðrómi um hvað hann ætli sér í framtíðinni
1:00 Talar um möguleikann á að hann taki að sér Hobbitann.
1:25 Hver verður hans næsta mynd.Segir að hann hafi verið að lesa handritið að OZ.Hann sé þó ekki viss um að hann taki verkefnið að sér.
2:00 World of Warcraft. Hvað finnst honum mest spennandi við kvikmyndagerð.Talar um skrýmsli,landslag ofl.
2:45 Mun myndin ( WOW ) gerast í raunveruleikannum eða inni í leiknum.
3:30 Afhverju er svona erfitt að gera mynd eftir töluleik.
4:15 Hann þekkir vel persónurnar sem hann skapar
4:40 Mun WOW myndin eiga sér stað í WOW eða mun fólk verða í hinum raunverulega heimi. Hann segir að myndin muni eiga sér stað í leiknum alfarið.
5:40 Hvernig velur hann verkefnin sín. Hann segist elska WOW leikinn.
6:00 Hefur hann einhverntímann setið og spilað leikinn frá morgni til kvölds. Hann segir skemmtilega sögu um leikinn og karaktera. Aðdáendur ættu að hafa gaman af þessu sem hann segir hér.
6:50 Er framleiðslufyrirtækið spennt fyrir myndinni. Hann segir að legendary Pictures/Warner Bros framleiði.
7:30 Eru fleiri járn í eldinum hjá honum, eða eru það bara WOW og OZ.
8:15 Mun hann gera aðra mynd eins og Drag Me To Hell, eða er hann hættur í hryllingsmyndageiranum.

Hér er viðtalið að neðan, góða skemmtun:


Sam Raimi Interview WORLD OF WARCRAFT Movie Saturn Awards 2010The best video clips are here