Pattionson er frændi Drakúla

Ættfræðivefsíðan Ancestry.com segir að breski leikarinn Robert Pattinson, sem best þekktur er fyrir leik sinn í vampírumyndunum Twilight, sé fjarskyldur ættingi Vlad lll Dracula, hinum grimma einræðisherra frá 15. öld sem var fyrirmyndin að blóðsugunni Drakúla greifa, í skáldsögu Bram Stoker frá árinu 1897.

Pattinson leikur hina ástsjúku vampíru Edward Cullen í Twilight metsölumyndunum, en þær eru byggðar á skáldsögum Stephanie Meyer. Fyrstu tvær myndirnar þénuðu samanlagt 1,1 milljarð Bandaríkjadala í miðasölunni á heimsvísu. Þriðja myndin, The Twilight Saga: Eclipse, verður frumsýnd 30. júní nk. í Bandaríkjunum.

Ættfræðisérfræðingar segja að Pattinson og Vlad, séu líklega skyldir í gegnum bresku konungsfjölskylduna.

Pattinson, sem er 24 ára, er fjarskyldur ættingi prinsanna William og Harry, í föðurætt, líklega í gegnum Pickering fjölskylduna sem bjó í norður Englandi í byrjun 16. aldar, að sögn Ancestry.com

Pattinson er ekki eina kvikmyndastjarnan sem tengist eða líkist með einhverjum hætti þeirri sögupersónu sem þær leika. Á síðasta ári sagði Ancestry.com að Emma Watson, sem leikur táningsgaldranornina Hermione Granger, í Harry Potter myndunum, sé skyld konu frá 16. öld sem sökuð var um galdra.