Klein í glasi?

Kvikmyndaleikarinn viðkunnalegi Chris Klein, úr American Pie myndunum, var í gær handtekinn á þjóðvegi í San Fransisco dalnum í Kaliforníu í Bandaríkjunum, eftir að til hans sást þar sem hann sveigði gáleysislega á milli akgreina á bíl sínum.

Leikarinn, sem er 31 árs gamall, er grunaður um að aka undir áhrifum áfengis. Lögregla sleppti leikaranum eftir skýrslutöku.

Klein, glaseygður?