
Í kvöld verða haldnar forsýningar á hasarmyndinni The A-Team. Önnur er kl. 20:00 í Smárabíói en hinn 22:10 í Laugarásbíói. Það sem ég ætla að gera er að bjóða fólki á fyrri sýninguna. Hver notandi á séns á því að vinna sér inn tvo boðsmiða.
Þetta verður rosalega einfalt núna. Eina sem þú þarft að gera er að senda mér tölvupóst á tommi@kvikmyndir.is með fullu nafni. Það þarf ekki að vera neitt nánara innihald í póstinum.
Ég dreg síðan út nöfn af handahófi kl. 15:00 og mun hafa samband við viðkomandi aðila (þess vegna er um að gera að fylgjast með mailinu á þeim tíma).
Annars mun Sena standa að fleiri forsýningum á myndinni og mun Kvikmyndir.is einnig gefa slatta af miðum á þær.

