Fær Grossmann sína eigin mynd?

Það muna örugglega margir eftir umboðsmanninum dansfima og óborganlega, Les Grossman úr Tropic Thunder, enda stal hann senunni í þeirri mynd að margra mati, en það var Tom Cruise sem lék kauða. Cruise kom svo aftur fram í gervi Grossmans á MTV verðlaunaafhendingunni nú um helgina ( sjá hér að ofan ) og stal senunni aftur, en með honum var sönggyðjan og leikkonan Jennifer Lopez.

Það kemur því varla á óvart að Cruise er víst alvarlega að velta fyrir sér að gera sérstaka bíómynd um umboðsmanninn geðstirða. Frá þessu segir vefurinn movieblog.com í dag.

ÞB.