Gamanmyndin GET HIM TO THE GREEK verður heimsfrumsýnd hér á landi á föstudaginn. Hún verður sýnd í Laugarásbíói, Smárabíói, Háskólabíó og Borgarbíó Akureyri.
Í fréttatilkynningu frá Laugarásbíói segir: „Hér koma þeir aftur saman, Jonah Hill og Russell Brand. Aaron Green (Hill) er metnaðarfullur dugnaðarforkur sem kemst í starfsþjálfun hjá útgáfufyrirtæki. Hann fær þó tækifæri til að sanna sig þegar hann er sendur til London til að fylgja rokkgoðinu Aldous Snow (Brand) til LA þar sem hann á að spila í The Greek Theatre og hefja þar með milljóna dollara tónleikaferð sem plötuútgáfan reiðir sig á. Verkefnið reynist ekki eins auðvelt og Jonah hélt í fyrstu, það varaði hann enginn við því að snúa aldrei bakinu í Aldous Snow…og hann hefur einungis tvo daga til stefnu.“
Þess má geta að kvikmyndir.is er að gefa nokkra miða á myndina á facebook síðu sinni.


