Boðssýning: Snabba Cash

Á morgun (þriðjudaginn 11. maí) verður haldin boðssýning á sænsku glæpamyndinni Snabba Cash. Sýningin verður í Smárabíói kl. 20:00 og Kvikmyndir.is ætlar að bjóða slatta af fólki í bíó!

(Um myndina – frá Senu)



Snabba Cash (Fundið fé) er vinsælasta mynd ársins í Svíþjóð og er byggð á samnefndri metsölubók. Þetta er myrk spennusaga úr undirheimum Stokkhólms þar sem allt snýst um eiturlyf, peninga og hefnd. Aðalpersónurnar eru þrír glæpamenn:

– Jorge er dópsali sem sleppur úr fangelsi á ævintýralegan hátt og ætlar að forða sér úr landi en þarf fyrst að negla þá sem komu honum í steininn.

– JW er strákurinn sem selur yfirstéttarliðinu kókaín á flottustu klúbbunum til að fjármagna tvöfalt líf sitt.

– Mrado er serbneskur mafíuhandrukkari sem misþyrmir og drepur án samviskubits en lætur sig dreyma um hamingjusama tilveru með ungri dóttur sinni.

Allir leita þeir að skyndigróða og örlög þeirra tvinnast saman gegnum kókaínið.



Sýnishorn:




Boðssýning:


Ef þú hefur áhuga að kíkja með Kvikmyndir.is-mönnum í bíó annað kvöld þá máttu senda (fallega?) sumarkveðju á tommi@kvikmyndir.is. Má vera hvað sem er! Ábendingar um hvað mætti gera betur á síðunni, hrós, diss, brandarar… Nefnið það! Passið bara að fullt nafn og kennitala fylgi með (myndin er bönnuð innan 16 ára). Ég dreg síðan úr þessum „leik“ seinna í kvöld. Þið sem vinnið tvo miða megið reikna með því að fá svar tilbaka í kringum 21:00.



Endilega fyllum þennan sal. Góða skemmtun!