2 Guns Baltasars keppir við Red 2 og 300

Universal Pictures hefur fært frumsýningu myndarinnar Two Guns fram um tvær vikur. Upphaflega átti að frumsýna myndina 16. ágúst nk. en nýja dagsetningin er 2. ágúst.

Myndin verður nú frumsýnd sömu helgi og myndirnar Red 2 og 300: Rise of an Empire.

Það er Baltasar Kormákur sem leikstýrir Two Guns.

Tveimur öðrum myndum hefur einnig verið breytt í dagatali Universal. R.I.P.D. eftir Robert Schwentke mun halda sinni dagsetningu, sem er 19. júlí, en sú breyting hefur orðið að myndin verður sýnd í þrívídd.

Kick-Ass 2 eftir Jeff Wadlow, færist síðan fram um næstum tvo mánuði, eða frá 16. ágúst til 28. júní.

Aðalhlutverk í ævintýraspennumyndinni með yfirnáttúrulega blænum, R.I.P.D. leika Jeff Bridges og Ryan Reynolds en einnig leika þau  Kevin Bacon, Mary-Louise Parker og Stephanie Szostak í myndinni. Myndin er byggð á teiknimyndasögu frá Dark Horse comic.

Í 2 Guns leika helstu hlutverk þau Denzel Washington, Mark Wahlberg, Paula Patton, Bill Paxton, James Marsden, Fred Ward og Edward James Olmos.

Í Kick-Ass 2 leika aðalhlutverk þau Aaron Johnson, Chloë Grace Moretz og Christopher Mintz-Plasse, en einnig leika þau Morris Chestnut, John Leguizamo og Donald Faison í myndinni.