Will Ferrell verður Ronald Reagan

Will Ferrell, sem þekktur er fyrir túlkun sína á George W. Bush Bandaríkjaforseta, í ýmsum grínsketsum, hefur verið ráðinn til að leika annan Bandaríkjaforseta í nýrri mynd.

will ferrell

Heimildir Variety kvikmyndaritsins herma að Ferrell muni leika Ronald Regan í myndinni Reagan, en handrit myndarinnar skrifaði Mike Rosolio.

Myndin hefst við byrjun annars kjörtímabils forsetans, þar sem hann fer að þjást af vitglöpum, og metnaðarfullur lærlingur í Hvíta húsinu fær það verkefni að sannfæra forsetann um að hann sé í raun leikari sem eigi að leika forsetann í bíómynd.

Auk þess að leika Bush í Saturday Night Live grínþáttunum og við fleiri tækifæri, þá hefur Ferrell leikið aðra stjórnmálamenn, svo sem í myndinni The Campaign, þar sem hann lék á móti Zach Galifianakis.