Zoolander 2 á leiðinni?

Handritshöfundurinn Justin Theroux, sem skrifaði handritin að bæði Tropic Thunder og Iron Man 2, er sagður vera í viðræðum um að taka að sér að leikstýra framhaldi af hinni stórskemmtilegu Ben Stiller mynd, Zoolander, hjá Paramount Pictures. Ef samningar nást, segir vefsíðan Comingsoon.net, myndi Theroux skrifa handritið með Ben Stiller, sem lék einmitt aðalhlutverkið í Zoolander.

Ekki hefur verið samið ennþá við Owen Wilson, en hann lék karlfyrirsætuna Hansel, mjög eftirminnilega. Fregnir herma að vondi kallinn verði leikinn af Jonah Hill, en sagan segir að hann eigi nú í viðræðum við framleiðendur myndarinnar.

Zoolander var frumsýnd í september árið 2001, og þénaði 60,8 millljónir Bandaríkjadala á alheimsvísu. Framleiðslukostnaðurinn var 28 milljónir dala.