World War Z 2 leikstjóri fundinn

brad pitt world war zEftir glimmrandi gott gengi uppvakningatryllisins World War Z fyrr á þessu ári, þar sem myndin þénaði 540 milljónir Bandaríkjadala í miðasölunni á alheimsvísu, þá hafa framleiðslufyrirtækin Paramount og Skydance Pictures unnið hörðum höndum að því að finna leikstjóra til að leikstýra framhaldinu af myndinni. Sá aðili er nú fundinn, en leikstjóri hamfaramyndarinnar The Impossible, Juan Antonio Bayona, mun verða á bakvið myndavélina.

Aðalstjarna myndarinnar, Brad Pitt, er líklegur til að mæta aftur til leiks, ásamt því að framleiða myndina í félagi við David Ellison. 

Í upprunalegu myndinni ferðaðist persóna Pitt um heiminn sem fyrrum starfsmaður Sameinuðu þjóðannna, til að reyna að stöðva uppvakningafaraldur sem ógnar heimsbyggðinni.

 

World War Z 2 leikstjóri fundinn

brad pitt world war zEftir glimmrandi gott gengi uppvakningatryllisins World War Z fyrr á þessu ári, þar sem myndin þénaði 540 milljónir Bandaríkjadala í miðasölunni á alheimsvísu, þá hafa framleiðslufyrirtækin Paramount og Skydance Pictures unnið hörðum höndum að því að finna leikstjóra til að leikstýra framhaldinu af myndinni. Sá aðili er nú fundinn, en leikstjóri hamfaramyndarinnar The Impossible, Juan Antonio Bayona, mun verða á bakvið myndavélina.

Aðalstjarna myndarinnar, Brad Pitt, er líklegur til að mæta aftur til leiks, ásamt því að framleiða myndina í félagi við David Ellison. 

Í upprunalegu myndinni ferðaðist persóna Pitt um heiminn sem fyrrum starfsmaður Sameinuðu þjóðannna, til að reyna að stöðva uppvakningafaraldur sem ógnar heimsbyggðinni.