Watts í sögu vatnsins

Naomi Watts, sem vakti fyrst athygli á sér með gríðarlegum leiksigri í kvikmyndinni Mulholland Drive, og skaust síðan upp á stjörnuhimininn þegar hún lék aðalhlutverkið í smellinum The Ring, á nú í samningaviðræðum um að leika aðalhlutverkið í kvikmyndinni The Betty Ann Waters Story. Myndinni yrði leikstýrt af Tony Goldwyn ( Ghost), og hefur verið lýst sem eins konar Erin Brockovich. Hún fjallar um unga konu sem hættir í menntaskóla, en nær engu að síður að verja bróður sinn fyrir rétti þegar hann er sakaður um morð. Stefnt er að því að tökur á myndinni hefjist einhverntímann á árinu.