Watchmen í varanlegri hættu…

Samkvæmt WorstPreviews.com þá er Watchmen að lenda í miklum lagarvandamálum á milli Twentieth Century Fox og Warner Bros.  Í hnotskurn þá eru mennirnir bakvið Fox að vera skíthælar og eru að nýta sér lagarholu sem þeir fundu til þess að koma í veg fyrir aðra stórmynd fyrir Warner Bros.  The Dark Knight sigraði heiminn eins og ekkert var og Watchmen hefur sömu möguleikana til þess, þetta vilja þeir í Fox alls ekki og þeir eru að gera hvað sem er til þess að koma í veg fyrir það.  Ef Fox vinnur málið, þá verður Watchmen ekki bara sett á hilluna heldur líklega aldrei gefin út, allavega ekki í nokkur ár ef ekki lengur.  Frést hefur að Fox vilji frekar hindra myndina algjörlega frá útgáfu heldur en að komast að samkomulagi um til dæmis prósentur af ágóða myndarinnar.

Warner Bros. lauk tökum á Watchmen í febrúar 2008 eftir tökur í rúma 5 mánuði og ætlaði að frumsýna hana á næsta ári.

Mitt álit:

Þetta eru hræðilegar fréttir fyrir alla Watchmen aðdáðendur sem bíða eftir myndinni og ég get rétt ímyndað mér Zack Snyder læstan í klippingaherbergi að farast úr þrýstingi.

Tengdar fréttir:

19.8.2008 Watchmen með smá vanda!