Nýjasta mynd leikstjórans Martin Scorsese, The Wolf of Wall Street, mun að öllum líkindum verða vinsælasta myndin í Bandaríkjunum nú um hátíðarnar.
Myndin verður frumsýnd á Íslandi í dag.
Samkvæmt fyrstu spám þá voru tekjur myndarinnar í gær um 10 milljónir Bandaríkjadala, en næsta mynd á eftir, The Hobbit: Desolation of Smaug, kom rétt á hæla hennar með 8,9 milljónir dala í tekjur. The Hobbit: Desolation of Smaug verður einnig frumsýnd í dag á Íslandi.
Wolf of Wall Street, sem er með Leonardo DiCaprio, í aðalhlutverkinu, mun samkvæmt spám verða búin að þéna samtals 35 milljónir dala samtals frá frumsýningu eftir sýningar næsta sunnudags.
Spár gera ráð fyrir að þriðja vinsælasta myndin í Bandaríkjunum verði „Íslandsmyndin“ The Secret Life of Walter Mitty” og þar á eftir komi Keanu Reeves myndin 47 Ronin.
Grudge Match með gömlu boxbrýnunum Sylvester Stallone og Robert De Niro gæti hrifsað fimmta sætið.
Sjötta sætið mun svo líklega falla gamanmyndinni Anchorman 2 í skaut.
Við flytjum frekari fréttir af miðasölu í bíó í Bandaríkjunum á næstu dögum.