WALL-E vinsælasta vélmennið

Dregið hefur verið í bíómiðaleik kvikmyndir.is og hafa vinningshafar fengið miða sína senda í tölvupósti. Við þökkum fyrir góða þátttöku og hvetjum alla til að fylgjast með í framtíðinni. Við verðum reglulega með bíómiðaleiki í vetur, hvort sem er í fréttabréfinu, eins og núna í vikunni, eða á samfélagsmiðlum okkar.

Í leiknum spurðum við fólk um hvert uppáhaldsvélmennið þeirra væri og var reglulega gaman að sjá hve mörg og ólík vélmenni eru fólki hjartfólgin.

Þau vélmenni sem nefnd voru voru Wall E úr samnefndri mynd, R2D2 úr Stjörnustríði, Robocop úr samnefndri mynd, Fender úr Robots, Terminator úr samnefndri mynd, Ron úr Ron er í rugli, Baymax í Big Hero 6 og aðalpersónan úr Blade Runner.

Flestir nefndu Wall E sem uppáhaldsvélmennið sitt en næst á eftir komu R2D2 og Baymax.