Walken er öfundsjúkur út í Stiller/Black

Goðsögnin Christopher Walken mun leika eitt af burðarhlutverkunum í kvikmyndinni Envy, sem leikstýrt er af Barry Levinson ( Wag the Dog ). Í henni leika þeir Ben Stiller og Jack Black bestu vini, sem lenda í illdeilum þegar annar þeirra eignast skyndilega stórfé. Öfundsýkin fer vissulega illa með fólk og eru þeir engin undantekning. Walken hefur undanfarin ár verið að breikka og vanda hlutverkaval sitt, og hefur hann verið í hverri stórmyndinni á fætur annarri. Á næstunni mun hann sjást í Catch Me If You Can, sem skartar þeim Tom Hanks og Leonardo Di Caprio í aðalhlutverkum, og einnig í Gigli, sem er með þeim Ben Affleck , Jennifer Lopez og Al Pacino.