Nýjasta DreamWorks-myndin, Monsters vs. Aliens, var frumsýnd í gær og er hægt að horfa á hana bæði í þrívídd og venjulegri tvívídd – ég mæli að sjálfsögðu með þrívíddinni, a.m.k. í þessu tilfelli.
Allavega þá erum við hér hjá Kvikmyndir.is að gefa ýmsan varning tengdum myndinni og best er að taka það fram að þessi varningur er meira ætlaður börnum frá cirka þriggja til sjö ára þannig að ef þú átt barn eða systkini þá er um að gera að svara einni laufléttri spurningu, sem er svohljóðandi:
„Hvaða gamanleikari talar fyrir hinn slímkennda Bob í ensku útgáfunni?“
Sendið mér svarið á tommi@kvikmyndir.is og látið nafn og ég mun hafa samband við vinningshafa strax eftir helgi.
Í boði eru Monsters vs. Aliens leikföng og fatnaður.

