Myndin sem fjölmargir hafa beðið eftir, The Wrestler, verður frumsýnd á föstudaginn. Um er að ræða marglofaða kvikmynd eftir Darren Aronofsky, sem gerði m.a. Requiem for a Dream og The Fountain. Mickey Rourke hefur ekki fengið annað en glæsilegt orð á sig fyrir hlutverk sitt í myndinni. Hann tók heim með sér Golden Globe styttuna fyrir besta leik og er jafnvel spáð því sama með Óskarinn á þarnæsta sunnudag.
Um myndina:
Rourke leikur Randy „The Ram“ Robinson, fyrrum fjölbragðaglímukappa sem
var frægur á níunda áratugnum en hefur sokkið í svaðið síðan þá. Nú
keppir hann um helgar í litlum og illa borguðum bardögum í New Jersey,
til að eiga í sig og á, því hann hefur eytt öllum þeim peningum sem
hann eignaðist á frægðardögum sínum. Þegar honum býðst að keppa á ný
við frægasta mótherja sinn frá níunda áratugnum, ayatollah, með von um
væna greiðslu nái hann að sigra, sér hann loks möguleika á að snúa við
blaðinu.
Það reynist þó erfiðara en að segja það að breyta gömlum siðum og koma sér á rétt ról, hvað þá komast í nógu gott form til að geta sigrað öflugan mótherjann.
Getraun:
Í
tilefni frumsýningu myndarinnar munum við hér hjá Kvikmyndir.is gefa
bíómiða á myndina og þú getur átt möguleika á því að næla þér í miða
fyrir þig og einn félaga. Miðarnir gilda á almennar sýningar.
Þú þarft ekki nema að svara einni léttri spurningu. Sendið svo mail á tommi@kvikmyndir.is. Látið fullt nafn fylgja með.
Spurningin hljómar svo:
– Mickey Rourke lék í mynd fyrir cirka fjórum árum þar sem hann var hiklaust talinn senuþjófur myndarinnar, en talsvert margir stórleikarar voru einnig í þeirri sömu mynd (þ.á.m. Clive Owen). Myndin var leikstýrð af tveimur mönnum, annar þeirra hafði m.a. gert seríu um Spæjarakrakka.
Hvað heitir þessi mynd?
Dregið verður úr þeim póstum sem svara rétt. Ég mun svo hafa
beint samband við vinningshafa. Endilega fylgist með.
Dregið verður kl. 12:00 um hádegið á föstudaginn.

