Vilt þú komast á sérstaka Harry Potter forsýningu?

Núna á mánudaginn kl. 18:30 verður haldin sérstök lokuð forsýning á Harry Potter and the Half-Blood Prince.
Myndin hefur hingað til fengið gott orð frá gagnrýnendum, en hér má sjá dæmi um nokkra erlenda erlenda dóma:

CHUD – 9.5/10
JoBlo.com – 9/10
Box Office Magazine – 4.5 stjörnur/5

„By far one of the best of the series, and absolutely the funniest and most human.“
– CinemaBlend

„This one is played in a mode closer to palpable life-or-death drama than any of the others and is quite effective as such.“

– Variety

Eflaust hafa fjölmargir Potter-aðdáendur beðið spenntir eftir ræmunni, enda hefur hún verið talsvert lengi á leið (upphaflega átti að frumsýna hana fyrir síðustu jól), en sú bið er sem betur fer á enda og verður þú skrefinu nær því að sjá myndina á undan öllum öðrum með að senda tölvupóst á mig.

En jæja, í stað þess að vera með hefðbundna getraun ákvað ég að prófa svolítið nýtt, enda kreppusumarið núna hálfnað og þar af leiðandi góður tími til að mynda smá stemmningu fyrir þessa mynd. Málið er að ég er orðinn hálf þreyttur á því að fara endalaust yfir svör svo mig langaði til að fá svolítið persónulegra frá fallegu notendum síðunnar.

Það sem ég vil að þú gerir er að senda mér tölvupóst á tommi@kvikmyndir.is og segja mér hvers vegna þú (+ EINN gestur) myndir vilja komast á þessa tilteknu sýningu. Þú þarft ekki að vera gallharður fylgjandi bókanna, en ef þú hefur brennandi áhuga á því að sjá myndina tvemur dögum fyrr, láttu mig vita og af hverju (og hreinskilni er æskileg, en ekki skilyrði). Aldrei að vita nema þú verðir valinn. Síðan, til að krydda þetta aðeins meira, þá munu fáeinir heppnir aðilar fá sérstaka Potter-tengda glaðninga.

Ég hef síðan samband við vinningshafa gegnum póst um hádegið á sunnudeginum (en þá verður lokað fyrir leikinn) og læt þá vita hvar þeir munu nálgast miðana og mögulegan glaðning. Ekki taka því síðan persónulega skilduð þið ekki vinna. Það eru bara X margir miðar í boði, en það gerir það bara mun skemmtilegra að slást um þá.

*UPPFÆRT*

Ég þakka kærlega fyrir alla póstanna, því miður voru nokkuð margir sem komust ekki að. Við verðum samt með fleiri sýningar í sumar (stefnum að Public Enemies, Drag Me to Hell og mögulega Up)