Viljið þið sjá Scream 5?

Leikstjórinn Wes Craven hefur spurt aðdáendur sína á Twitter hvort þeir hafi áhuga á fimmtu Scream-myndinni.

Eftir ágætt gengi fjórðu myndarinnar í miðasölunni lét hann hafa eftir sér að fimmta myndin yrði líklega gerð.

Miðað við orð hans á Twitter virðist einhver hægagangur vera á verkefninu, nema hann sé einfaldlega að stríða aðdáendum sínum. „Það er ekkert að frétta af Scream 5 enn þá. Viljið þið virkilega sjá eina í viðbót?,“ tísti hann.

Meðal nýrra andlita í Scream 4, sem var frumsýnd í fyrra, voru Hayden Panettiere, Emma Roberts og Rory Culkin. Einnig voru á sínum stað þau Neve Campell, Courteney Cox og David Arquette.