Vatn orðið dýrmætasta auðlindin

young_ones_header-620x376Heimsendamyndir eru alltaf áhugaverðar, og í haust er von á einni slíkri. Um er að ræða heimsendadramað Young Ones en fyrsta stiklan fyrir myndina kom út nú um helgina.

Leikstjóri er Jake Paltrow, bróðir Gwyneth Paltrow, en hann á myndir eins og The Good Night á ferilskránni.

Myndin fjallar í stuttu máli um 14 ára strák sem reynir að lifa af í heimi sem er á barmi tortímingar, þar sem vatn er orðið dýrmætasta auðlindin.

Helstu leikarar eru Michael Shannon, Nicholas Hoult, Kodi Smit Mc-Phee og Elle Fanning.

Kíktu á stikluna hér fyrir neðan:

Myndin gerist í nálægri framtíð þegar vatn er orðið verðmætasta auðlind jarðar og birgðirnar fara hratt dvínandi. Vatn stjórnar þannig öllu, allt frá stjórnmálum að málum fjölskyldna og rómantískra sambanda. Landið er orðið skorpið. Rykið hefur sest á einmana og ófrjósama jörð. Eftirlifendur strita við að halda lífi. Ernest Holm býr við kröpp kjör ásamt börnum sínum Jerome og Mary. Hann ver bæinn sinn fyrir þorpurum, heldur aðfangaleiðum opnum og vonast til að moldin verði frjó á ný svo þar fái eitthvað gróið. En kærasti Mary, Flem Lever, er með stærri áætlanir. Hann vill sjálfur komast yfir land Ernest, og gerir allt sem hann getur til að eignast það.

the_young_ones_poster-620x880

Myndin kemur í bíó í Frakkalandi 6. ágúst og líklega í október í Bandaríkjunum, þó það sé ekki  enn staðfest.